Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/ Nýtum textíl, eitt saumspor í einu Mon, 11 Nov 2024 11:07:20 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.7.1 https://saumaheimursiggu.is/wp-content/uploads/2024/07/cropped-Logo-2-32x32.png Saumaheimur Siggu https://saumaheimursiggu.is/ 32 32 230878731 Saumasaga Siggu https://saumaheimursiggu.is/2024/11/11/saumasaga-siggu/ Mon, 11 Nov 2024 11:01:23 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5703 “…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og þurfti einfaldlega að finna mér eitthvað að gera til að fylla upp í daginn. Ég var þá búin að vera að prjóna í nokkur ár og vantaði nýja áskorun.  Ég hafði […]

The post Saumasaga Siggu appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…”

Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og þurfti einfaldlega að finna mér eitthvað að gera til að fylla upp í daginn. Ég var þá búin að vera að prjóna í nokkur ár og vantaði nýja áskorun.  Ég hafði þá lítið saumað í all nokkur ár, alltaf eitthvað smá samt.

Ég er ekkert endilega að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, ég er Hrútur og á það til að vaða í gang með hugmyndir – sem stundum springa svo í andlitið á mér, hehe.  

Í þetta fyrsta skipti ákvað ég að sauma samkvæmiskjól á sjálfa mig, úr dýrindis efni sem ég keypti í Föndru, notaði snið úr Burdablaði og allt klárt.  

Ég byrjaði auðvitað á því að taka mál af sjálfri mér – ekki vildi ég sníða of lítinn kjól og eyðileggja efnið – og svo lagðist ég í sníðavinnuna. Eitthvað fannst mér stærðin stór en hei…maður hefur kannski bætt á sig. 

Ég mundi auðvitað orð mömmu með að vanda sníðunina og það gekk allt vel. Þá var bara eftir að setja hlutana saman – það var nú aðeins flóknara en fyrir byrjanda, á kjólnum var mittislindi sem tengdi brjóststykkið við pilsið og lindinn var v-laga að ofan og neðan.  

Þetta kallaði á mikið hugmyndaflug en á endanum kom ég stykkjunum saman.

Þá var bara eftir að máta og dást að sköpunarverkinu í speglinum

– mikið vildi ég að ég ætti mynd af mér í nýja kjólnum… 

           Stutt er frá því að segja að ég, mamma og systir mín hefðum getað verið í kjólnum

                                                                      -á sama tíma!  

Sem betur fer gat ég hlegið að þessu…uh, eða sko alla vega nokkrum vikum síðar. Þá fór ég með kjólinn til mömmu, mátaði hann fyrir hana og spurði hvort ég gæti ekki bara minnkað hann.  

Ég gleymi aldrei svipnum á henni, augun stækkuðu og munnurinn opnaðist aðeins og eftir góða þögn sagði hún: 

„ja, hugsanlega geturðu breytt honum eitthvað…“ 

Ég lét nú samt ekki þetta fyrsta flopp stoppa mig en þarna komst ég að því hvað það er gaman að breyta flík…. 

Það sem er samt allra mikilvægast í þessari stuttu sögu minni af því hvernig ég uppgötvaði, ekki bara áhugamál – heldur ástríðu, er að við verðum að byrja einhvers staðar og við kunnum ekki þegar við byrjum.

Ef við gefumst upp um leið og eitthvað mistekst – þá gerist ekki neitt!

Ef þú vilt byrja, æfa þig og taka upp saumaskap, þá er tilvalið að byrja á þessu námskeiði, 

Eitt spor í einu – Saumaheimur Siggu

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu deila færslunni með þeim sem gætu haft gaman af.

Knús, Sigga

p.s. ég læt fylgja hér mynd af mömmu minni, með mig í fanginu. Þessi kona er mín fyrirmynd og kenndi mér allt sem ég kann. Hún var snillingur í saumaskap – og almennt bara öllu <3 

The post Saumasaga Siggu appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5703
Þessi Grunnatriði… https://saumaheimursiggu.is/2024/11/04/thessi-grunnatridi/ Mon, 04 Nov 2024 12:24:42 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5697 Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að […]

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að breyta notuðum fötum.

Ég hafði fengið gefins fallegt hör efni, eldrautt og mjúkt og ákvað að nota það í að prófa snið sem ég hafði fundið. Ég tók upp sniðið, byrjaði að sníða og sauma og allt þetta skemmtilega – og uppgötvaði hvað ég hef gott af því að fara tilbaka í grunninn af og til.

Staðreyndin er sú, að góð þekking á grunnatriðum í saumaskap er ansi hreint mikilvæg; hvernig efnið leggst, þráðátt og hvað gerist þegar hún er ekki rétt, röð samsetningar á flíkinni…Öll þessi atriði skipta að mínu mati, heilmiklu máli. Þegar við höfum tileinkað okkur þessi algengu grunnatriði, þá gengur okkur betur að átta okkur á eiginleikum fatnaðar sem við viljum breyta.

Við áttum okkur betur á hvernig saumarnir liggja, hvernig sniðstykkin eru formuð. Við sjáum hvað er vel saumað og hvað ekki – og síðan mitt uppáhald, hvernig við getum nýtt okkur eiginleika flíkur til að skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt úr henni.

Að mínu mati er maður aldrei of klár til að rifja upp eða læra eitthvað nýtt, ég vissulega fann það sjálf að ég mætti alveg vera duglegri í að sauma einstöku sinnum flík alveg frá grunni – og rifja þessi grunnatriði upp.

Ég hvet þig til að kynna þér sníðun/rifja upp takta – ef ekki er fyrir annað en að skemmta sér við eitthvað sem maður kann ekki eða hefur ekki gert lengi. Það er auðvelt að nálgast fatasnið, mörg bókasöfn lána saumablöð (td. Bókasafn Kópavogs) og þar er hægt að finna snið fyrir alla getuhópa. Burdablöðin td. eru með kerfi varðandi erfiðleikastig saumaskapar, allt frá 1 punkti (auðveldast) upp í 4 punkta. Síðan hefur þú heilan mánuð til að leika þér með blaðið heima hjá þér.

Stutt og snaggaraleg færsla í þetta skiptið, ef þér líkaði, máttu deila henni með þeim sem gætu haft gaman af.

Knús, Sigga

The post Þessi Grunnatriði… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5697
Fatanýting og sjálfbærni https://saumaheimursiggu.is/2024/09/27/fatanyting-og-sjalfbaerni/ Fri, 27 Sep 2024 10:45:42 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=5578 Fyrir okkur sem neytendur, þýðir sjálfbærni að sinna okkar eigin fatnaði og textíl, nýta hann eins lengi og mögulegt er – og koma honum síðan áfram í hringrásarferli; ýmist með því að breyta og bæta eða koma honum í aðrar hendur sem nota hann áfram.

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Sjálfbærni er orð sem ég hef velt svolítið fyrir mér. Í mörg ár hef ég stefnt á að vera sjálfbær í fatanotkun en mér fannst ég ekki ná þeim status…þangað til ég fattaði að ég var að misskilja skilgreininguna á orðinu.

Hugtakið sjálfbærni

…gengur í grunninn út á að allir jarðbúar, sama hvar og hvenær, geti mætt sínum þörfum án þess að ganga svo nærri auðlindum og lífríki jarðarinnar, að það dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum. Hugtakið sjálfbærni nær því yfir ansi hreint marga fleti manneskjunnar – ég held við getum tekið dýrin út úr samhenginu því þau lifa samkvæmt hringrás lífsins hvort sem er. Svo langar mig ekkert að tala um sjálfbærni dýra því þau t.d. ganga ekki í fötum 😉 

Hugsjón eða græðgi…eða fáfræði

Þegar kemur að textílframleiðslu og magnframleiðslu á fatnaði þá getum við alveg sagt okkur sjálf að tískuheimurinn starfar ekki samkvæmt hugsjónum sjálfbærni, heldur græðgi. Ég fór meira að segja þangað að hafa áyhyggjur af því hvort ég gæti talað um sjálfa mig sem sjálfbæra manneskju þegar kemur að textíl-og fatanýtingu – ég sem kaupi einstaklega sjaldan föt. En jú, ég fór þangað – svo fór ég að fylgjast með Fashion Revolution hreyfingunni sem ég hef skrifað um áður (hægt að lesa hér) og þá fór ég að skilja þetta allt saman betur – skilgreiningar og eigin neyslu.  

Sjálfbærni gengur nefnilega ekki út að að kaupa aldrei neitt nýtt – já ég veit, ég hefði svo sem alveg getað sagt mér það…en gerði það ekki. Mér fannst ég einhvern veginn ekki getað kallað mig sjálfbæra því mér þykir gaman að kaupa ný og falleg gæðaefni og hanna og sauma uppúr þeim. 

Réttlæti í allri framleiðslukeðjunni

Sjálfbærni þegar kemur að textíl- og fataframleiðslu, gengur út á að framleiðendur skapi aðstæður við framleiðsluna þannig að hún fari ekki illa með jörðina, að fólkið sem kemur að framleiðslunni fái mannsæmandi laun og vinnuaðstæður. 

Byrjum á okkur sjálfum

Fyrir okkur sem neytendur, þýðir sjálfbærni að sinna okkar eigin fatnaði og textíl, nýta hann eins lengi og mögulegt er – og koma honum síðan áfram í hringrásarferli; ýmist með því að breyta og bæta eða koma honum í aðrar hendur sem nota hann áfram.

Þannig að… svo ég taki þetta nú saman, þegar við kaupum ný klæði, spyrjum okkur:

– hvaðan koma þau (innan Evrópu eða utan)

– hverjar eru aðstæður verkafólks (laun, umhverfi, vinnutími…)

– úr hvaða efnum eru þau (er framleiðsluferlið náttúruvænt?)

Sjálfbærni í fatastíl gerir það að verkum að við kaupum sjaldnar, það segir sig sjálft að fatnaðurinn sem við kaupum, kostar meira en hraðtískufatnaður – þú ert að borga fyrir réttlæti, mannsæmd og gæði.

Einhvers staðar sagði einhver að við kaup á flík ætti maður að miða við að geta notað flíkina alla vega 30 sinnum – mér finnst það alveg raunhæft viðmið.

Fata-og textílnýting

Hinn póllinn er svo að við eigum mörg slatta af fötum sem hafa verið framleidd við neikvæðar aðstæður, umhverfis- og mannúðarlega séð – hvað gerum við við þau klæði…hendum við þeim? Nei, alls ekki. Þessi klæði getum við alveg nýtt  – gerfiefnin eyðast jú varla í náttúrunni þannig að væntanlega er hægt að margnýta gerfiefni, svo fremi sem gæðin eru þokkaleg. 

Þetta er allt spurning um okkar eigin huga; er hann opinn og hugmyndaríkur, sjáum við möguleikana í flíkinni sem hefur lokið sínu hlutverki í því formi sem hún er? Er ekki hægt að breyta/bæta/skreyta flíkina svo hún nýtist áfram?

Skemmtilegar spurningar, finnst þér ekki? 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi nýtingu textíls og klæða, ekki hika við að senda mér línu – eins ef þú hefur hug á að skoða námskeiðin mín sem ég verð með í vetur, láttu mig vita og ég sendi þér upplýsingar.  Þú getur líka nálgast upplýsingar hér á síðunni

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu gjarnan deila færslunni

Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Fatanýting og sjálfbærni appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
5578
Fjársjóðurinn í fataskápnum https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/ https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/#respond Thu, 01 Aug 2024 09:46:41 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3941 Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð. Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti. Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir […]

The post Fjársjóðurinn í fataskápnum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Ef þú átt flíkur í fataskápnum sem þú notar sjaldan eða aldrei…bojóboj – þá áttu fjársjóð.

Það sem meira er, ef þú átt flíkur frá mömmu og pabba, ömmu og afa eða frænku og frænda – þá erum við að tala um verðmæti.

Staðreyndin er nefnilega sú, að flíkur og textíll sem voru framleiddar fyrir 25+ árum eru úr margfalt meiri gæðum en flíkur framleiddar í dag. Ekki bara eru efnin gæðameiri, sniðin eru fallegri, saumaskapurinn betri og frágangur vandaðri. Það er ekki hægt að tapa í verðmætum með því að halda fast í gömlu flíkurnar.

Reglulega heyrum við fréttir af fatafjöllunum sem við vesturlandabúar “gefum” í góðgerðargáma – fatnaður sem oft á tíðum endar í landfyllingum eða eyðimörkum minna efnaðri landa. Við heyrum meira að segja af verslunum sem “henda” óseldum fatnaði sem “kominn er úr tísku” þann mánuðinn.

Við hérna á Íslandi erum jafn sek og aðrir Evrópubúar

– Á heimasíðu Umhverfisstofnunar stendur þetta um textíl

“Árið 2019 var áætlað að meðal Evrópubúinn kaupi um 26 kg af fatnaði og losi sig við um 11 kg árlega. Hér á landi er hins vegar talið að hver einstaklingur losi sig við um 15-23 kg af textíl árlega, sem er margfalt meira en meðal-jarðarbúi.

Þegar textílúrgangur á Íslandi er skoðaður hefur Umhverfisstofnun áætlað að um 60% (14kg/íbúa/ári) sé urðaður með blönduðum úrgangi. Rauði Krossinn tekur við um 40% (9kg/íbúa/ári) til endurnotkunar og endurvinnslu. Næstum allur notaður textíll sem safnast á Íslandi er sendur í flokkunarstöðvar erlendis þaðan sem honum er svo dreift til endursöluaðila eða komið í besta mögulega farveg. Til eru farvegir fyrir öll textílefni, ekki einungis heillegar flíkur, og því mikilvægt að neytendur skili öllu inn í sérsöfnun. Þetta á við um lök, götóttar nærbuxur, ofþvegin handklæði og svo mætti lengi telja.” (Textíll | Saman gegn sóun (samangegnsoun.is)

– Samkvæmt Guðbjörgu hjá Rauða Krossinum fóru 196 gámar, fullir af textílúrgangi erlendis á síðasta ári…og þá er búið að taka frá allt það sem hægt er að nýta hérlendis…

196 gámar af fötum og textíl sem við viljum ekki nota!
Við erum að tala um yfir 2000 tonn af fatnaði

Mér finnst virkilega mikilvægt að við séum meðvituð um magnið og að við kennum okkar börnum – og öðrum sem á þurfa að halda – að vera það líka

– að við leggjum okkur fram við að vinna gegn þessu viðhorfi að alltaf megi bara kaupa nýtt.

Textíll er nú skilgreindur sem heimilisúrgangur, samkvæmt nýjum hringrásarlögum sem tóku gildi 1. janúar, 2023. Sorpa er því að taka við þessu verkefni af Rauða Krossinum. Frá og með haustinu verður textílúrgangur flokkaður hjá Sorpu og núna er verið að að koma upp 90 grenndarstöðum til að safna textíl um allt höfuðborgarsvæðið. Sveitafélög utan höfuðborgarsvæðis sjá um fata- og textílsöfnun eins og annað heimilissorp.

Hvernig getum við nýtt fötin okkar betur og notað þau lengur?

    • þvo sjaldnar, oft er nóg að viðra flíkina eða leggja hana í bleyti í stað þess að skutla í þvottavél. Þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 

    • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

    • gera við ef bilar, stoppa í göt, laga saumsprettur

    • vinna á blettum, í stað þess að nota hörð efni sem leysa upp erfiða bletti er hægt að setja bætur og fela þannig blettina – það fer betur með efnið í flíkinni. oft skilja hreinsiefni eftir sig blett í efninu og þá ertu á sama stað og áður – með blett í flíkinni

    • hressa upp á flíkina þegar þú nennir hana ekki lengur, skreyta á ýmsan hátt, breyta hálsmáli eða framan á ermum, setja bætur, perlur eða annað sem hressir uppá

    • þegar flíkin hættir að passa; víkka/þrengja, breyta ermum (víkka handveginn eða skipta um efni í ermunum, taka kjól í sundur og búa til pils/topp með því að skella teygjanlegu efni í strenginn

 

Þegar kemur að breytingum á fötum, þá eru í raun engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera

eina…eða tvennt…eða þrennt sem þarf er hugmyndaflug, þor til að klippa og kjarkur til að prófa sig áfram.

Að mínu mati er ekki hægt að skemma breytingar á flík, stundum fara hlutirnir ekki eins og upphaflega var planað en með því að hafa opinn huga, finnur maður alltaf nýja leið.

Þegar þú svo kaupir föt, kannaðu hvaðan flíkin kemur, hvar hún er framleidd og hvaða efni eru í henni

– og gerðu ráð fyrir að nota hana minnst 30 sinnum

Það er því gott að hafa á bakvið eyrað að velja flík úr gæðaefnum og flík sem passar við eitthvað af því sem þú átt nú þegar í fataskápnum. Þegar við erum meðvituð um hvað við kaupum þá smám saman byggjum við upp klæðaskáp með margnota fötum (já, sum föt eru nánast einnota í dag v/lélegra gæða) sem passa saman á margvíslegan hátt.

Það getur t.d. verið kjóll sem bæði er hægt að klæða upp og niður;

– sem sagt, fara í spariskóna og setja fallegt skraut um hálsinn – og annan dag, skella sér í gallabuxur eða leggings innan undir og hefðbundna götuskó við.

Þetta getur líka átt við um buxur, skyrtur, peysur og jakka.

Karlmenn geta þetta líka;

– jakkaföt er hægt að klæða upp og niður, gallabuxur og bolur við jakkann eða peysa utan utan yfir bolinn og jakkafatabuxurnar við…

 

Lítum okkur nær, það er hellingur sem við getum gert til að minnka fatasóun og hvert einasta lítið skref, skiptir máli – fyrsta skrefið er að kaupa minna!

Ef þú hefur hug á námskeiðum í vetur, smelltu þá á Þjónusta, hér efst á síðunni!

Ég skil þetta myndband eftir hér fyrir áhugasama https://www.textilemountainfilm.com

Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila <3

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Fjársjóðurinn í fataskápnum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2024/08/01/fjarsjodurinn-i-fataskapnum/feed/ 0 3941
Ég á mér draum https://saumaheimursiggu.is/2023/10/04/eg-a-mer-draum/ Wed, 04 Oct 2023 12:18:36 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3821 Ég á mér draum Já, ég á mér draum – átt þú þér ekki draum? Ég á mér reyndar marga drauma en þetta er einfaldlega sá lang, langstærsti Mig dreymir um sjálfbært Ísland í textíl- og fatanýtingu! Hvað finnst þér um það? Ég sé fyrir mér að við getum snúiðokkur alfarið að hringrásarferlinu og hætt […]

The post Ég á mér draum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Ég á mér draum

Já, ég á mér draum – átt þú þér ekki draum?

Ég á mér reyndar marga drauma en þetta er einfaldlega sá lang, langstærsti

Mig dreymir um sjálfbært Ísland í textíl- og fatanýtingu!

Hvað finnst þér um það? Ég sé fyrir mér að við getum snúið
okkur alfarið að hringrásarferlinu og hætt að senda úr landi allan þennan
textíl sem við nýtum okkur ekki í dag.

Vissir þú td. að Rauði Krossinn á Íslandi fær yfir 2000 tonn af fatnaði og textíl inn á borð til sín á ári?

Bara Rauði Krossinn!

Þá erum við ekki að tala um Hertex, ABC nytjamarkaði, Samhjálp, Konukot, Fjölskylduhjálp
Íslands, Mæðrastyrksnefndir…og öll önnur frábær samtök sem taka við fatnaði og textíl.

Já, Rauði Kross Íslands tekur við yfir 2000 tonnum af fatnaði og textíl á ári.

– og veistu hvað Ísland nýtir mikið af þessum yfir 2000 tonnum?

500 tonn…aðeins 500 tonn! Restin er seld til útlanda!

Gott og vel, Rauði Krossinn fær þarna tekjur af textíl sem sendur er úr landi

– hvað kostar það að senda gám eftir gám?

Ég veit það ekki en velti því vissulega fyrir mér núna þegar allir eru að tala um kolefnisspor
og umhverfisvernd.

Er möguleiki á því að Rauði Krossinn gæti fengið tekjur af
þessum textíl á annan hátt?

Hvað gerist þegar við getum ekki lengur leyft okkur að senda gám eftir gám

– fer þessi textíll þá í landfyllingu hérna heima?

En snúum okkur aftur að magninu af textíl sem við
Íslendingar viljum ekki nota…yfir 2000 tonn á ári – bara frá Rauða Krossinum!
Ætli einhver hafi tekið saman magnið í heild sinni, allt sem fer á alla hina
góðu staðina? 

Mig dreymir um Ísland þar sem við getum tekið þessi yfir
2000 tonn og endurunnið nánast allt!

Jeps, það er minn draumur – og þegar árangurinn fer að sýna
sig, þá gerist það sjálfkrafa að við minnkum kaup á innfluttum fatnaði

– því við erum fullkomlega fær um að framleiða sjálf nánast allt sem þarf!

Ég sé fyrir mér…

Móttökustöðvar:

  • Fatnaður
  • Efnastrangar og afklippur
  • Hannyrðir

Flokkunarstöðvar:

  • Nýtilegur fatnaður; sendur til þurfandi, í neyðarhjálp, í fataskipti og verslanir fyrir notaðan fatnað
  • Ónýtan fatnað; sem er flokkaður eftir tegund, efnasamsetningu, lit o.fl.
  • Efni og hannyrðir; flokkað eftir nýtingarmöguleikum

Framleiðslustöðvar:

  • Ný vara hönnuð uppúr fatnaði og textíl sem er ónýtanlegur í því formi sem hann er
  • Ný efni búin til úr fatnaði og efnum úr hreinum náttúruefnum. Flíkurnar eru tættar niður, til að spinna og vefa ný efni
  • Hönnun og framleiðsla á vörum úr niðurtættum textíl úr blönduðu hráefni

Verslanir:

  • Fataverslanir sem bjóða uppá fataskipti; fólk kemur með fatnað og velur sér annað í staðinn
  • Fataverslanir sem selja notaðan fatnað og fatnað sem er unninn uppúr gömlu
  • Fataverslanir sem selja fatnað úr nýjum, endurnýttum efnum
  • Efnaverslanir sem bjóða uppá efnaskipti og sölu á gömlum efnaafgöngum og nýtanlegum hannyrðum

Gæti svona starfsemi verið öll undir einu þaki? Ég veit ekki
hvort einhver myndi leggja því lið og ég veit ekki hvort það væri sniðugt
yfirhöfuð en ég trúi því að þetta sé mögulegt hér á Íslandi.

Eins og oft hefur verið sagt, þá getum við Íslendingar verið leiðandi afl í nánast hverju sem er.

Því ekki sjálfbærni í textíl?

Hvað myndi td gerast ef allar þessar fataverslanakeðjur sem
stunda offramleiðslu á ódýrum og misgóðum fatnaði myndu bara fara?

Hvað myndi gerast ef í stað þeirra kæmu íslenskar sérverslanir með íslenska framleiðslu og
endurnýtingu?

Hvað myndi gerast ef hver einasti byggðakjarni, hvert einasta félagsheimili – alls staðar á landinu – myndi setja upp stöðvar þar sem hægt væri að koma með fatnað og skipta honum út fyrir annan notaðan?

Hvað myndi gerast?

Stórt er spurt og ég hef ekki svörin en mig grunar að í raun gerist ekkert annað en að við hugsum okkur nær; minnkum þessa ofneyslu og förum að sinna Móður Jörð.

Breytum viðhorfi, hægjum aðeins á lífinu og leyfum okkur að líða betur.

Þetta er minn stóri draumur, ég veit ekki hvað þarf til að við sem þjóð náum að uppfylla hann en ég trúi því að þetta sé hægt.

Ég geri mér á sama tíma fulla grein fyrir því að við borðum ekki fílinn í einum bita – og þetta er ansi stór fíll – svona ferðalag fjallar um einn bita í einu.

Eftir því sem fjölgar í hópnum sem hugsar í sjálfbærni, þar sem hvert og eitt tekur lítil skref fyrir sig og sína

– þá getum við í alvöru breytt heiminum.

Byrjum á Íslandi því það er alltaf best að byrja að taka til í eigin garði.

Ef þú hefur áhuga á að skoða þetta betur, koma með mér í ferðalag til sjálfbærni í fatanýtingu og -stíl,

kíktu þá hér

Takk fyrir að lesa alla leið – ef þér líkar færslan máttu gjarnan deila henni áfram og smella á hjartað – takk <3 

Allt það besta til þín og þinna

Sigga

The post Ég á mér draum appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
3821
Hugurinn fer… https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/ https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/#respond Fri, 15 Sep 2023 10:37:55 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=3791 Hugurinn fer… Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki. Ég vona að þú njótir Hvað er hugmyndaflæði? Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að […]

The post Hugurinn fer… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>

Hugurinn fer...

Ég hef undanfarið talað um hugmyndaflæði, kannski stundum eins og það sé eitthvað sérstakt sem aðeins sumir búa yfir. Mig langar í þessum pistli að velta oggu vöngum yfir þessu hugtaki.

Ég vona að þú njótir

Hvað er hugmyndaflæði?

Við fáum öll hugmyndir – hugmyndaflæði er ekkert annað en að leyfa huganum að reika;

  • Hvað ætti ég að hafa í matinn í kvöld
  • Hvernig blóm/plöntur langar mig að hafa í garðinum?
  • Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?
  • Ef ég væri 10x hugrakkari en ég er í dag, hvernig lífi myndi ég lifa, hvernig manneskja væri ég?
  • Ef ég fengi lottóvinning, hvað myndi ég gera við peningana?
  • Hvernig get ég orðið meira sjálfbær í fatastíl?
  • Hvað langar mig að sauma?

Okkur vantar yfirleitt ekki hugmyndir, og sum okkar eru með hugmyndaóreiðu í höfðinu nánast allan sólarhringinn.

Hvað gerum við svo við hugmyndirnar okkar?
  • Gleymum við þeim, flokkum þær sem drauma sem við slökkvum?
  • Koma sömu hugmyndirnar upp aftur og aftur, trufla okkur stundum?
  • Keyrum við hverja einustu hugmynd í gang, rekumst svo á vegg og gefumst upp?
  • Flokkum við hugmyndir skipulega, búum til forgangslista og framkvæmum við svo allar hugmyndir sem koma upp – alltaf?

Hugmyndaflæði gengur að mínu mati, ekki einungis út á að fá hugmyndir – við fáum öll hugmyndir 😊

Hugmyndaflæði gengur út á að flokka hugmyndirnar, koma skipulagi á þær og framkvæma svo þær sem eru raunhæfar og álitlegar.

Saumaheimur Siggu

Ég legg mikla áherslu á þennan hluta á námskeiðum Saumaheims Siggu. Á ferðalagi að sjálfbærum fatastíl er mikilvægt að geta flokkað og skipulagt hugmyndir varðandi fatanýtingu. Þannig flokkum við ekki bara frá þær hugmyndir sem eru ekki raunhæfar, heldur byggjum við upp opinn huga sem hjálpar okkur í hverju einasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir.

Þess vegna hef ég sett saman nákvæmt skipulag varðandi flokkun og síun á hugmyndum. Með því að taka hugmyndir saman skipulega, flokka þær og sía óraunhæfar hugmyndir frá, þá endum við yfirleitt með örfáar hugmyndir sem eru ekki bara raunhæfar, heldur mest spennandi – og framkvæmanlegar.

Tökum dæmi

Ein af leiðinlegri spurningum okkar heimilisfólks:

Hvað eigum við hafa hafa í matinn í kvöld?

Hugmyndaflæði;

  • Kaupa take out
  • Elda eitthvað
  • Fara út að borða
  • Troða okkur í mat hjá öðrum
  • Bjóða einhverjum heim sem kemur með mat
  • Bjóða einhverjum heim sem nennir að elda fyrir okkur

Flokkun og síun – þá tökum við hverja hugmynd fyrir sig og skoðun hana nánar

Kaupa take out: nýbúin að kaupa, kostar pening, einfalt og yfirleitt gott, óhollt samt…hvaða mat?

Elda eitthvað: hagkvæmast, hugguleg samvera, eigum við mat til að elda? Þarf að fara í búð?

Fara út að borða: dýrt, tekur tíma að fá matinn, hvert á að fara?

…og svo fram eftir götunum.

Síðan veljum við 3-5 hugmyndir sem okkur líst best á og tökum þær lengra:

Elda heima:

  • Fiskur; tilbúinn frá fisksala, kartöflur keyptar þar
  • Kjöt; lamb, naut, grís – tilbúnir réttir, marinerað í búð, grilla eða setja í ofn
  • Grænmetisrétt; pasta með grænmeti, tilbúið í ofn frá Nettó, kalt salat, baguette með fersku grænmeti og djúsí sósu…

Svona getum við hugmyndaflætt – látið hugann reika – um hverja einustu hugmynd. Þegar við höfum farið í gegnum hugmyndirnar varðandi hvað á að vera í matinn í kvöld, stöndum við mögulega uppi með hugmyndir að kvöldmat næstu 4-6 dagana.

Leyfðu nú huganum að reika varðandi fötin sem þú átt í fataskápnum, þessi sem þú notar ekki!

 

Ef þú vilt aðstoð við hugmyndaflæði varðandi fatanýtingu, ertu velkomin/n/ð í Saumaheim Siggu, þar sem námskeið í hugmyndaflæði er reglulegur viðburður – sjá nánar hér
Takk fyrir að lesa, ef þér líkar máttu gjarnan deila áfram <3

The post Hugurinn fer… appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/09/15/hugmyndaflaedi/feed/ 0 3791
Afmælisstelpan https://saumaheimursiggu.is/2023/03/27/afmaelisstelpan/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/27/afmaelisstelpan/#respond Mon, 27 Mar 2023 11:46:49 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=2719 Veistu að besti dagur ársins hjá mér er afmælisdagurinn minn? Ég vakna alltaf, undantekningarlaust, glöð, þakklát og hress á afmælisdaginn minn. Svona hefur þetta alltaf verið – afmælisdagurinn minn er bara undantekningarlaust betri en aðrir dagar. Ég átti sem sagt afmæli 26. mars og þess vegna er þessi póstur skrifaður – ef þú hefur áhuga á […]

The post Afmælisstelpan appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Veistu að besti dagur ársins hjá mér er afmælisdagurinn minn? Ég vakna alltaf, undantekningarlaust, glöð, þakklát og hress á afmælisdaginn minn. Svona hefur þetta alltaf verið – afmælisdagurinn minn er bara undantekningarlaust betri en aðrir dagar. 
Ég átti sem sagt afmæli 26. mars og þess vegna er þessi póstur skrifaður – ef þú hefur áhuga á saumaskap, eða langar að byggja upp áhuga á saumaskap, fatabreytingum og endurnýtingu…og langar að kynnast fólki…

Lestu þá áfram, þetta gæti hentað þér 😉

Ég hef heyrt að margir eru eins og ég, finnst gaman að sauma og gott að sauma ein – en langar á sama tíma að vera í félagsskap fólks sem saumar líka – svona svipað og prjónahópar. 

Þetta er markmiðið mitt með Saumaskóla á netinu, að við getum saumað með fólki úti um allan heim – Íslendingar hér og þar sem skiptast á hugmyndinum, sækja ráð, stuðning og hvatningu hver til annars – hendum í hugmyndaflæði og sköpum nýtt saman.

Ég er líka að heyra að fólk langar að byrja að sauma en ýmist treystir sér ekki að byrja eitt – eða finnur ekki tíma…

Mánaðarlegar Zoomstundir; spjall, spurt og svarað, stutt námskeið í alls konar atriðum (td. rennilásar, vasar, sníðun, sniðgerð o.fl.) og samsaumur – allt eftir þörfum hvers og eins.

Í tilefni af afmælinu mínu ætla ég að bjóða þér alveg meiriháttar tilboð á 12 mánaða áskrift í Saumaskólann minn. 

Þar sem ég á afmæli 26. býð ég 26% afslátt af 12 mánaða áskrift – innifalið í skráningu er 30 mínútna einkasamtal varðandi óskir þínar og drauma í saumaskap og endurnýtingu. 
…og þar sem talnaspekitalan mín er 7 þá stendur tilboðið í 7 daga 🙂

Tilboðið gildir frá 26. Mars til 2. Apríl.

Þegar þú hefur skráð þig hef ég samband og við finnum tíma í spjall.

Kíktu hérna, þú finnur upplýsingar og hnapp til að kaupa áskrift, velur svo hvaða áskrift þú vilt – ég mæli auðvitað með að stökkva á afmælistilboðið 🙂

https://saumaheimursiggu.teachable.com/p/sjalfbaerni-i-saumaskap-endurnytingu-og-fatastil-preview-logged_out

The post Afmælisstelpan appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/27/afmaelisstelpan/feed/ 0 2719
Sjálfbær fatastíll – 5. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/16/sjalfbaer-fatastill-5-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/16/sjalfbaer-fatastill-5-hluti/#respond Thu, 16 Mar 2023 11:39:23 +0000 https://saumaheimursiggu.is/?p=2704 Fataskápurinn Í hvernig flíkum líður þér best?  Ef við ætlum að vera sjálfbær í fatastíl, viljum byggja upp fataskápinn, þá verðum við að skoða aðeins okkar innri manneskju; kafa í hvað við viljum í alvöru, hvaða týpa við erum innst inni – erum við kvenlegi karakterinn sem vill sýna línur, erum við karlmannlega manneskjan sem […]

The post Sjálfbær fatastíll – 5. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Fataskápurinn

Í hvernig flíkum líður þér best? 

Ef við ætlum að vera sjálfbær í fatastíl, viljum byggja upp fataskápinn, þá verðum við að skoða aðeins okkar innri manneskju; kafa í hvað við viljum í alvöru, hvaða týpa við erum innst inni – erum við kvenlegi karakterinn sem vill sýna línur, erum við karlmannlega manneskjan sem vill formfastar flíkur – eða erum við afslappaða persónan sem vill allt þægilegt? Kannski líka eitthvað þarna á milli – eða öllu blandað saman?

Skiptir þú fötunum upp í „daglegföt“ og „spariföt“ eða notar þú öll þín föt jafnt.

Útgangspunktur við fataval ætti alltaf að vera vellíðan; að fötin lyfti okkur upp, að okkur líði vel í þeim – og í mörgum tilfellum, rífi upp í okkur sjálfstraustið.

Mörg okkar eru gjörn á að langa til að vera í ákveðinni tegund fatnaðar en kaupa svo oft eitthvað allt annað. Útgangspunkturinn þarf alltaf að vera við sjálf; að við hlustum á hvað okkar eigin innri rödd segir okkur, ekki vinir og vandamenn og ennþá síður tískustraumar. Þeir koma og fara.

Ég segi fyrir mig, ég er mjög mismunandi karakter; stundum langar mig að vera mjög kvenleg, set up skartgripi og fer í fallega kjóla, hælaskó og sokkarbuxur. Stundum langar mig að vera strákaleg og töffari. Þá fer ég í eitthvað allt annað en staðreyndin er sú að mér líður mjög misjafnlega eftir dögum og mér finnst gaman að eiga fatnað sem fellur bæði að kven- og karlhliðinni minni.

Letiföt eða spariföt – nema hvoru tveggja sé

Ég td. hef ég gegnum árin skipt mínum flíkum upp eftir hutverkum; letiföt, spariföt, garðföt, dagleg föt – ég er hins vegar að auka það að eiga bara almennt falleg föt sem ég nota jafnt yfir allt – ég fer kannski ekki í silkikjól í garðinn en ég klæðist honum gjarnan á letidögum. 

Letidaga kalla ég þá daga þegar orkan mín er lítil, kroppurinn verkjaður og þreyttur og framtaksemin er í lágmarki. Ég er búin að uppgötva að fyrir mína sál, skiptir miklu máli að klæðast fallegum fötum. Það gerir minni sál gott því sálin á það til að líka illa við letidagana en með því að klæðast fallegum fötum…tjah, það gerir mér eitthvað gott. 

Svo eigum við það bara skilið sem manneskjur, að klæðast fallegum fötum alla daga – það finnst mér.

Ég elska jakkaföt, ég á ein og mig langar í fleiri. Þegar ég klæðist jakkafötum þá vaknar minn innri töffari og strákurinn í mér. Mér líður vel í jakkafötum og sé mig alveg eiga jakkaföt fyrir letidaga – hvort sem ég klæðist öllu settinu eða ekki 😉

Ég elska líka aðsniðna kjóla og ég fer oft í þeim á mannamót. Aðsniðnir kjólar vekja mína innri dívu, mér finnst ég kvenleg og skvísa. Staðreyndin er hins vegar sú að til þess að vera í aðsniðnum kjólum, þá þarf sjálfstraustið mitt að vera gott. Það á það til að sveiflast, sérstaklega eftir að ég byrjaði á breytingarskeiðinu og kroppurinn fór að haga sér eins og harmonikka. Ég get ekki treyst því að ég passi í aðsniðinn kjól, þótt ég hafi saumað hann fyrir einum mánuði.

Lausnin við þessu hefur verið að ég sauma víða kjóla og nota í þá einstök og falleg efni – og leyfi þar með litagleðinni minni að leika lausum taumi. 

Persónulega finnst mér þetta snilldar lausn og nota hana mikið.

Áttu þér uppáhaldsliti?

Það getur verið góður útgangspunktur þegar þú byggir upp sjálfbæran fataskáp. Litir sem við höldum uppá, eru oft litir sem fara okkur vel. Stundum þarf að stilla til tóninn; appelsínugult og appelsínugult er ekki endilega sami liturinn 😉

Við erum svo misjöfn sem manneskjur; sumir vilja vera í einlitum, helst dökkum fötum á meðan aðrir eru gulir sem sólin. Við þurfum að finna út hvað við viljum.

Ef maður skoðar stílistaþjónustu, þá er oft talað um svokallaðan „capsule wardrope“, að eiga sér ákveðnar grunnflíkur; buxur, skyrtu, jakka og kjól. Þessar flíkur eru þá gjarnan einlitar og í hlutlausum litum (hvítt, svart, blátt, beige…svoleiðis litir). Síðan byggir fólk upp fylgihluti sem poppa hlutlausar flíkurnar upp, setja punkt yfir i-ið og fullkomna lúkkið.

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikið vit á svona stíliseringu, ég hef í gegnum árin lært að fylgja minni tilfinningu. Fyrir utan það þá elska ég að eiga slatta af fötum og ég elska að eiga marga skemmtilega liti og litaglaðar flíkur. Hefðbundinn stílisti kæmist skammt með mig ef hann ætlaði að setja mig í beige jakkadragt og poppa mig upp með hálsklút 🙂

Svona er þetta mismunandi og þeim mikilvægar að við finnum okkar eigin stíl, á okkar forsendum, hlustum á okkar innri rödd og hvernig okkur líður í flíkinni.

Gangi þér vel – þetta er síðasti pósturinn í bloggröðinni um Sjálfbæran fatastíl. Smelltu á að fylgja síðunni og fáðu tilkynningu þegar mér dettur í hug að skrifa eitthvað fleira hér inn 🙂

Takk fyrir lesturinn – Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Sjálfbær fatastíll – 5. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/16/sjalfbaer-fatastill-5-hluti/feed/ 0 2704
Sjálfbær fatastíll – 4. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/#respond Fri, 10 Mar 2023 12:33:41 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2675 Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂 Flíkur […]

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Jæja, núna erum við búin að vera rosalega dugleg; taka til í fataskápnum, gefa, breyta og bæta og allt klárt. Hvernig er það samt, er þá bara bannað að kaupa sér föt? Uh, nauts auðvitað ekki. Það er samt ekkert vitlaust að hafa nokkra hluti á bakvið eyrað þegar farið er í fatakaup 🙂

Flíkur og textíll

Þegar talað er um sjálfbæran fatastíl, er talað um að þegar þú kaupir þér flík, þarf útgangspunkturinn að vera sá að þú getir notað flíkina minnst 30 sinnum – og síðan endurunnið flíkina á einhvern hátt eða komið henni áfram í hringrásarferli endurnýtingar.

Bara þetta eitt kallar á að við þurfum að skoða gæði flíkur sem við ætlum að kaupa og það verður að segjast að gæði og verð hafa tilhneigingu til tengjast í þessum efnum – ég vil þó nefna líka að verð er ekki alltaf það sama og gæði.   

Hvort sem þú ert að kaupa nýja flík eða notaða er gott að kanna hvaða efni er notað í flíkina. Þetta á kannski sérstaklega við um kaup á nýrri flík því samseting tráða í efninu skiptir öllu máli um það, hvort hægt er að endurnýta textílinn eða ekki. 

Það er nefnilega alveg „no, no“ að blanda saman þráðum úr náttúrefnum og gerfiefnum – vissir þú það? 

Um leið og náttúrlegum þráðum, s.s. bómull, silki, viscose, ull og hör er blandað með gerfiþráðum, s.s. polyester og elastaine – verður textíllinn óendurnýtanlegur. 

Það verður því miður að segjast eins og er, að fjöldaframleiðslumarkaðurinn í dag er nánast einungis með blandaðan textíl í fatnaði.  

Þess vegna er svo mikilvægt að flíkurnar sem við eigum, flíkur sem eru saumaðar úr blönduðum þráðum (náttúru og gerfi), séu nýttar eins lengi og við mögulega getum; breytum þeim og bætum – því þetta eru mögulega flíkurnar sem enda sem landffylling einhvers staðar úti í heimi. Þeim mun ódýrari sem flíkin er í kaupum, þeim mun meiri líkur á svona endalokum. Gæðameiri flíkur hins vegar geta gengið milli manna því það „góða“ við gerfiefnin er að þau endast endalaust. 

Þegar við kaupum nýjar flíkur, skoðum miðann, hvaða efni eru í flíkinni?  Flík úr 100% polyester er td. ekki slæm kaup, 100% polyester er vel hægt að endurnýta. Flíkur úr polyester halda sér almennt mjög vel, krumpast ekki og fara vel í þvotti. Þar sem efnið heldur sér nánast endalaust, er líka gott að nýta efnið áfram þegar flíkin sem slík hefur lokið sínu hlutverki.

Aðalatriðið er að forðast að kaupa nýjar flíkur sem eru með blandaða náttúrulega og gerfiþræði í textílnum.

Það má blanda náttúrulegum þráðum saman í efnastranga, það er hægt að endurnýta ull/bómull eða bómull/silki því bæði koma beint frá Móður Jörð 

Þegar ég er að tala um efnablöndur í flík þá er ég að tala um samsetningu þráðanna í efninu. Það má alveg blanda saman mismunandi efnum í eina flík, ég hika td. ekki við að blanda saman efnum, í mínum Karakterum úir og grúir saman af ólíkum efnum. Karakterana er hins vegar hægt að taka í sundur og þá stendur eftir hver efnisbútur fyrir sig. 

Hvað gerir maður þá?

Hvað er þá best að gera þegar maður vill kaupa sér nýja flík? Eins og heimurinn er í dag, fjöldaframleiðslan og samfélögin hér og þar á vesturlöndum, getur þessi spurning verið ansi stór. Við hér á Íslandi erum hins vegar heppin með það að hér má finna einyrkja. Fatahönnuðir sem framleiða allt sitt hérna heima – eða hafa beinan aðgang að sinni framleiðslu erlendis, setjandi réttláta standarda fyrir starfsfólkið. Við þurfum heldur ekki að leita neitt sérstaklega langt þegar við förum erlendis, ef við viljum finna einyrkja þar. Það eina sem þarf er að sleppa því að fara í risastóru verslunarmiðstöðvarnar og leita þar að “góðum dílum”.

Hérna á Íslandi erum við líka það heppin að það er hægt að leigja sér föt! Hver þarf að kaupa sér fjöldaframleidda flík þegar hægt er að leigja? Ég segi það ekki, það var lengi verið hægt að leigja sér brúðarkjól og karlar hafa lengi getað leigt sér smoking og kjólföt. Nú er hins vegar komin leiga fyrir alls konar fatnað. Mér finnst þetta bara alger snilld og set bara hér inn slóðina, https://spjara.is/

Nú veit ég ekki hvort það eru komnar fleiri svipaðar leigur – húrra fyrir því ef svo er 🙂

Svo er auðvitað ekki hægt að benda nógu oft á hagkvæmni þess að kaupa fatnað í “Second-hand” verslunum og á fatamörkuðum. Í raun er það besta ráðið sem hægt er að gefa þeim sem vilja stefna á sjálfbæran fatastíl, bæði vegna þess að þá ertu ekki að kaupa nýja flík og fatamarkaðir og verslanir með notaðan fatnað eru oft búin að flokka í burtu flíkur úr lélegri gæðum. Þetta á þó ekki við slár þar sem hver og einn er að selja sitt 🙂

Þetta er spurning um viðhorf, að mínu mati verðum við að breyta þessum hugsunarhætti að vilja alltaf meira, fá góðan díl og kaupa þrjár flíkur í stað einnar – ef við þurfum eina flík, þá þurfum við ekki þrjár, er það? Mér finnst margir svo uppteknir af því að fá eitthvað á góðu verði – hvað er gott verð? Hvað með góð gæði? Hvað með góðan aðbúnað starfsfólks? Hvað með góð snið? Hvað með góð efni?

Sjálfbær fatastíll kallar á það að við breytum viðhorfinu. Sjálfbær fatastíll kallar á að við nýtum betur það sem við eigum, að við kaupum hrein og góð gæði þegar við kaupum, að við kaupum sjaldnar og að við vitum hvað við erum að kaupa.

Erum við tilbúin í ferðalag til sjálfbærni?

Að lokum langar mig að bæta hér inn, hvernig við getum sinnt fötunum okkar, það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til að flíkin endist lengur – sérstaklega þegar kemur að þvotti:

  • þvo sjaldnar, þvottavélin losar um plastagnir sem eru í flíkinni, agnir sem enda í sjónum og hafa áhrif á lífríkið – vélin slítur líka flíkinni hraðar 
  • leggja í bleyti, það getur verið nóg að leggja flíkina í bleyti til að “hressa” hana við
  • viðra, mörg efni vilja þetta helst og með því að viðra flíkina td. í froststillu, nærðu oft úr lykt sem ekki á að vera. Hvítt verður hvítara í sólskini
  • vinna beint á blettum, í stað þess að þvo alla flíkina getur verið nóg að nudda bletti með blautum klút
  • sleppa þurrkaranum – hann slítur flíkinni meira út en snúran  

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu gjarnan smella þumal á færsluna – og ekki er verra ef þú vilt fylgja mér 🙂

Allt það besta til þín og þinna <3

Sigga

The post Sjálfbær fatastíll – 4. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/10/sjalfbaer-fatastill-4-hluti/feed/ 0 2675
Sjálfbær fatastíll – 3. hluti https://saumaheimursiggu.is/2023/03/01/sjalfbaer-fatastill-3-hluti/ https://saumaheimursiggu.is/2023/03/01/sjalfbaer-fatastill-3-hluti/#respond Wed, 01 Mar 2023 11:05:00 +0000 https://saumahornsiggu.is/?p=2630 Fyrsta hluta má lesa hér og annan hluta má lesa hér Flíkur sem ekki verða notaðar áfram Ég held að þegar við förum í gegnum fataskápinn, endum við oft með einhverja bunka…misstóra…af flíkum sem við viljum ekki eiga lengur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því; þær eru fallegar en passa ekki lengur og færu betur […]

The post Sjálfbær fatastíll – 3. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
Fyrsta hluta má lesa hér og annan hluta má lesa hér

Flíkur sem ekki verða notaðar áfram

Ég held að þegar við förum í gegnum fataskápinn, endum við oft með einhverja bunka…misstóra…af flíkum sem við viljum ekki eiga lengur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því; þær eru fallegar en passa ekki lengur og færu betur á annarri manneskju, við erum orðin leið á þeim og dettur bara ekkert í hug til að poppa þær upp. Stundum er það líka þannig að okkur langar ekkert að breyta eða poppa upp flík því hún er flott eins og hún er – bara ekki fyrir okkur.

Hvað gerum við þá? Fyrsta hugsun er svo oft að skutla flíkunum í poka og fara með þær í Rauða Kross gáminn í Sorpu. Staðreyndin er sú að það er svoooo margt annað sem þú getur gert til að koma flíkunum þínum áfram í hringrásarferlinu. Rauðin Krossinn og önnur góðgerðarfélög sem taka á móti fatagjöfum, eru hreinlega að drukna, magnið af fatnaði og textíl er svo mikið. Margt af fötunum er sent erlendis og þar sem efnasamsetningar í flíkunum eru þannig að ekki er hægt að endurnýta, þá fara þessar flíkur á haugana – fatafjöllinn hér og þar um heiminn. Þess vegna skiptir svo miklu máli að við nýtum þessi föt sem við höfum keypt – og komum þeim svo beint í hendur annarra 🙂

Gefa áfram

Áttu fjölskyldumeðlimi sem gætu notað fötin þín? Ég veit að í minni fjölskyldu horfa yngri meðlimir oft aðdáunnaraugum á sér eldri frænkur og frændur og eitt það skemmtilegasta er að þiggja frá þeim flíkur.

Áttu nágranna sem gætu þegið fatagjafir? Áttu vini sem gætu þegið fatagjafir?

Ef þú ert á Facebook þá eru margir hópar þar sem hægt er að gefa fötin beint til fólks sem þiggur með þökkum.

Síðan eru ýmis samtök sem þiggja gjafir sem fara beint til flóttamanna, heimilislausra og þeirra sem eiga erfitt; ADRA Ísland, Konukot (heimilislausar konur), Njálsgata – Geðhjálp (heimilislausir karlar), Kvennathvarfið – allt eru þetta úrræði sem gætu þegið fatagjafir, um að gera að hafa samband og spyrja. Það eru án efa fleiri úrræði sem hafa þörf 🙂

Í mínum huga skiptir miklu máli að gefa fötin áfram, beint til næsta notanda, sama hvernig þú gerir það. Það minnkar álagið á þessi stóru góðgerðarsamtök (Rauðs Krossinn, ABC nytjamarkaður, Hertex og fleiri)

Skiptimarkaðir og Fatapartý

Þetta finnst mér alger snilld og ég hef séð aukningu í þessari aðferð við að koma fötunum áfram í hringrásarferlinu. Hér og þar um bæinn eru settir upp skiptimarkaðir þar sem þú getur farið með fötin þín, sett þau á slánna og náð þér í eitthvað nýtt/notað. Þessir skiptimarkaðir hafa verið auglýstir á Facebook og ég veit að Kvenfélagasamband Íslands hefur verið með svona skiptmarkað reglulega. Hann datt niður í covid en var haldinn á ný síðasta október og það stendur til að hafa aftur núna á vorönn.

Fatapartý hef ég líka heyrt um, þar sem vinir bjóða vinum í partý og allir koma með föt sem þeir eru tilbúnir að gefa áfram. Það er nú hrikalega skemmtilegt að skella sér í partý og koma heim með nýja flík 🙂

Selja og fá smotterí í vasann

Að lokum er það svo salan á flíkunum. Þú getur sett upp markað, auglýst og selt. Það er líka hægt að mynda hóp fólks sem vill selja og hafa markaðinn stærri. Eina sem þú þarf er staður til að setja markaðinn upp. Þetta höfum við séð; Dívumarkaður var einu sinni þar sem söngdívur voru að selja kjóla og annan fatnað. Þar keypti ég td. tvo virkilega flotta kjóla af Heru Björk. Síðan má nefna Kolaportið þar sem hægt er að leigja bás og selja þar.

Ef þú nennir ekki að standa í að selja þá er alltaf hægt að leigja bás og láta aðra um að selja fyrir þig. Í dag eru þó nokkrir möguleikar þar sem þú getur sett upp fötin þín og leigt básinn í ákveðin tíma – og það bætist reglulega fleiri við sem bjóða uppá þessa þjónustu. Mér finnst það reyndar virkilega góð leið ef þig langar að fá eitthvað fyrir fötin þín og ég mæli með því að þú hreinlega sláir inn í leitarvél til að finna alla möguleikana – ég er með nokkra í huga; Hringekjan, Elvira 101, Attik, Gullin mín…svo eitthvað sé nefnt.

Þessi litlu skref sem skipta svo miklu máli

Hérna hef ég stiklað á stóru varðandi þá möguleika sem við höfum til að nýta fatnað og textíl lengur – ef við erum ekki þessi kreatífa týpa sem breytir og saumar nýtt úr gömlu 😉 Þegar kemur að fatnaði og textíl þá er mikilvægt að koma honum á rétta staði. Ef við erum með algerlega ónýt flík í höndunum, eða textíl sem hefur skemmst, þá setjum við það í glæran poka, skrifum á pokann “tætingur” og setjum hann í gáminn hjá Rauða Krossinum – fatnað og textíl á ekki að setja í heimilisruslið!

Minn draumur er sá að í hverju hverfi verið komið upp aðstöðu fyrir skiptimarkað. Nú þegar eru komnir upp skápar fyrir mat og líka bækur – því ekki fatnað? Minn draumur er að notað verði tískan – skiptimarkaðir verði verslunarmáti þeirra sem hafa áhrif og þannig, lítið skref í einu, breytum við neysluformi samfélagsins.

Takk fyrir lesturinn, ef þér líkaði máttu smella þumli – og gjarnan fylgja mér á blogginu 🙂

Allt það besta til þín og þinna – í næsta bloggi fjalla ég um kaup á flíkum; hvað er gott að hafa í huga?

Sigga <3

The post Sjálfbær fatastíll – 3. hluti appeared first on Saumaheimur Siggu.

]]>
https://saumaheimursiggu.is/2023/03/01/sjalfbaer-fatastill-3-hluti/feed/ 0 2630