Tag: Saumaskapur
-
Saumasaga Siggu
“…uhhh, mögulega geturðu breytt honum…” Uppúr árinu 2000 hófst mín vegferð í saumaskap. Það þróaðist þannig að ég varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði og þurfti einfaldlega að finna mér eitthvað að gera til að fylla upp í daginn. Ég var þá búin að vera að prjóna í nokkur ár og vantaði nýja áskorun. Ég hafði…
-
Þessi Grunnatriði…
Um daginn datt mér í hug að sauma mér buxur. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér eitthvað gott snið sem ég gæti notað aftur og aftur – svona hefðbundið buxnasnið, ekki leggings. Það er orðið ansi langt síðan ég hafði sauma mér flík eftir sniði – mér finnst jú skemmtilegast að…
-
Sjálfbær fatastíll 2. hluti
Fyrsta hluta má lesa hér Fötin í fataskápnum Þegar við erum búin að fara í gegnum fataskápinn og skúffurnar, ætti vonandi að standa eftir einhver bunki af fötum sem við viljum eiga áfram. Þetta geta ýmist verið flíkur sem við notum nú þegar og líka flíkur sem við fundum í tiltektinni og viljum gjarnan taka…
-
Búningaþema
Stundum hefur okkur hjónum verið boðið í svona þemapartý gegnum árin, mér finnst þau ekkert svakalega skemmtileg því ég er ekkert rosalega hugmyndarík þegar kemur að römmum. Hahaha já ég sagði það, ef ég er sett í ramma og á að finna uppá einhverju – þá er eins og heilinn á mér fari bara í…
-
Majonesgúrka – seinni hluti
Fyrir einhverju síðan bloggaði ég um kjólinn sem fær á sig majonesmarineraða gúrku í kjöltuna, þá færslu má lesa hér. Í dag er kjóllinn búinn að fara í gegnum ferlið “felum blettina” og mig langar að segja frá því ferli – sem tók reyndar lengri tíma en ég átti von á en allt hefst þetta…
-
Breytingaskeiðið
Af hverju fatabreytingar – af hverju að breyta fötum sem eru jafnvel alveg nothæf? Það eru margar ástæður fyrir því að fólk breytir fötunum sínum; það kemur blettur, gat eða annað, flíkin hættir að passa eða eiganda langar bara að poppa upp flík. Oft er ástæðan sú að eiganda langar ekki að nota flíkina lengur…
-
Sjálfbærni – fatabreytingar
Selma Rán dóttir Svövu systur segist ekki kunna að sauma en hún á hins vegar nokkrar flíkur sem hún notar lítið. Hún er líka snillingur í að finna gersemar á mörkuðum og í “second-hand” búðum og kaupir oft flíkur sem þarf að peppa aðeins upp. Þar sem Selma Rán er dásemdar dúskur þá bauð ég…
-
That 70´s
Ég er alger sökker fyrir gömlum kjólum – er nú bara doldið stolt af því og ég elska að fara á markaði þar sem ég dett niður á gersemar. Eitt sumarið sem við fjölskyldan vorum á Akureyri í stuttu fríi, gengum við fram á hús og þar inni var verið að selja gamla kjóla á…
-
Endurnýting – buxnavíkkun
Fataskápurinn sem minnkar fötin Mér finnst þetta doldið skemmtileg útskýring á því að fötin okkar verða of lítil. Við brosum að þessari lýsingu og vitum öll raunverulegu ástæðuna. Þetta er svona eins og með sumt heimilisfólk sem skilur ekkert í því að fötin koma bara hrein og samanbrotin inn í herbergið – eða ofan í…
-
Miðlun…
Þegar ég byrjaði með bloggið mitt þá langaði mig að miðla því sem ég kann, það var útgangspunkturinn. Svo einhvern veginn fannst mér ég ekki vera að skrifa þannig að fólk gæti lært en var samt ekki tilbúin að fara að útbúa kennsluvideo eða eitthvað þannig. Tíminn leið og alltaf var ég með þessa tilfinningu…